Erlent

Semur við hægriflokka

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Löfven brosir væntanlega í dag.
Löfven brosir væntanlega í dag. Nordicphotos/AFP
Útlit er nú fyrir að Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, haldi forsætisráðuneytinu. Sænskir miðlar fjölluðu í gær um að Jafnaðarmannaflokkurinn hefði náð samkomulagi við Græningja, Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn um stjórnarmyndun.

Ef samkomulagið flýtur í gegn þýðir það að fjögurra mánaða langri stjórnarkreppu er loks lokið. Sú stjórnarkreppa vegn þess að Svíþjóðardemókratar, öfgaíhaldsflokkur sem enginn vill starfa með, náðu 62 þingsætum.

Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tilheyra hægri blokkinni og því var Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna og forsætisráðherraefni hægriblokkarinnar, vonsvikinn með tilkynningu gærdagsins. „Ég harma þessa ákvörðun innilega. Ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórn borgarasinnaðra flokka,“ sagði hann á blaðamannafundi.

Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, sagði niðurstöðuna ekki þá sem hún hafði óskað sér í upphafi. „En þetta er það besta sem er hægt að gera í þessari erfiðu stöðu.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×