Hundruð Íslendinga fastir í ítölskum skíðabæ vegna fannfergis og snjóflóðahættu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 14. janúar 2019 11:31 Mikil snjókoma hefur verið í Alpafjöllum síðustu vikur. Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri. Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri.
Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00