Pólitískur ofsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun