Hafnaði Dönum enda draumurinn að fara með Íslandi á stórmót Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 20:00 Sigvaldi Guðjónsson er að verða þekktari á Íslandi. vísir/tom Sigvalda Guðjónssyni datt ekki í hug að gerast danskur landsliðsmaður þegar að það bauðst á unga aldri. Stefnan var að spila með því íslenska og nú uppsker hann eins og hann hefur sáð. Sigvaldi var brosið eitt á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag enda er hann að upplifa drauminn að spila með Íslandi á stórmóti og stimplaði hann sig rækilega inn á móti Barein í gær. Hann er svo að læra hvernig hótellífið virkar. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta er búinn að vera rólegur dagur. Við borðuðum vel í morgun og í hádeginu, lögðum okkur aðeins og erum í heildina bara búnir að vera rólegir. Við erum bara sáttir,“ segir Sigvaldi sem fékk góðar kveðjur eftir leikinn í gær.Sigvaldi skorar á móti Barein.vísir/getty„Ég fékk nokkur myndbönd og nokkur skilaboð í gær. Það er ógeðslega gaman að vera með þessum hópi og á stórmóti. Þetta er bara draumur. Ég hef aldrei verið á stórmóti áður þannig að maður þarf aðeins að finna sig. Maður eyðir miklum tíma upp á herbergi en með þessum hóp er þetta ekkert mál.“ Sigvaldi Björn Gujónsson, eins og hann heitir fullu nafni, er vafalítið minnst þekkti landsliðsmaður Íslands heima á Íslandi og skildi engan undra. Þessi 24 ára gamli hornamaður hefur nefnilega ekki búið á Íslandi undanfarin fjórtán ár. „Mamma og pabbi flytja út þegar að ég var tíu ára en þau flytja heim aftur þegar að ég var 17 ára. Handboltaþjálfarinn minn úti sagði við mig að ég þyrfti að vera áfram og því varð ég bara eftir í Danmörku. Það þekkir mig enginn á Íslandi sem er skiljanlegt þar sem ég hef aldrei spilað þar nema hjá HK þegar að ég var 8-9 ára. Það er bara gaman að fá smá athygli,“ segir Sigvaldi og brosir.Guðmundur Guðmundsson tók sénsinn á Sigvalda.vísir/gettyHornamaðurinn skotvissi spilar með Noregsmeisturum Elverum en hefur áður verið á mála hjá stórliði Bjerringbro í Danmörku og Aarhus. Hann hefur um langa hríð vakið athygli í Danmörku og hefði hæglega getað orðið danskur landsliðsmaður á yngri árum. Það kom bara ekki til greina. „Ég var um tíma, 16 ára held ég, í danska landsliðshópnum. Þá fór ég heim einn veturinn og æfði aðeins með HK. Þar var einhver sem hringdi í íslenska landsliðsþjálfarann, Heimir held ég að það hafi verið, og sagði að ég yrði að fara á æfingu. Ég fór á æfingu og leyst bara vel á þetta. Ég er náttúrlega Íslendingur og það kom bara náttúrlega að velja íslenska landsliðið,“ segir Sigvaldi. „Danski landsliðsþjálfarinn á þeim tíma var að hringja í þjálfaran minn og mig á þessum tíma. Hann vildi fá mig þá. Það var bara ekki séns,“ segir Sigvaldi Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Sigvaldi - Ég gef allt í þetta HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Dagur Sigurðsson nýtur lífsins sem þjálfari japanska landsliðsins. 15. janúar 2019 19:30 Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Línumaðurinn stóri veit að hann getur betur og segist eiga meira inni. 15. janúar 2019 14:15 „Tvö stig og fjögur skot í andlitið #bjoggidancechallenge“ Björgvin Páll Gústavsson fékk ófá skot í andlitið í leiknum gegn Barein í gær. 15. janúar 2019 12:30 Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu sem mætir Íslandi á morgun. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Sigvalda Guðjónssyni datt ekki í hug að gerast danskur landsliðsmaður þegar að það bauðst á unga aldri. Stefnan var að spila með því íslenska og nú uppsker hann eins og hann hefur sáð. Sigvaldi var brosið eitt á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag enda er hann að upplifa drauminn að spila með Íslandi á stórmóti og stimplaði hann sig rækilega inn á móti Barein í gær. Hann er svo að læra hvernig hótellífið virkar. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta er búinn að vera rólegur dagur. Við borðuðum vel í morgun og í hádeginu, lögðum okkur aðeins og erum í heildina bara búnir að vera rólegir. Við erum bara sáttir,“ segir Sigvaldi sem fékk góðar kveðjur eftir leikinn í gær.Sigvaldi skorar á móti Barein.vísir/getty„Ég fékk nokkur myndbönd og nokkur skilaboð í gær. Það er ógeðslega gaman að vera með þessum hópi og á stórmóti. Þetta er bara draumur. Ég hef aldrei verið á stórmóti áður þannig að maður þarf aðeins að finna sig. Maður eyðir miklum tíma upp á herbergi en með þessum hóp er þetta ekkert mál.“ Sigvaldi Björn Gujónsson, eins og hann heitir fullu nafni, er vafalítið minnst þekkti landsliðsmaður Íslands heima á Íslandi og skildi engan undra. Þessi 24 ára gamli hornamaður hefur nefnilega ekki búið á Íslandi undanfarin fjórtán ár. „Mamma og pabbi flytja út þegar að ég var tíu ára en þau flytja heim aftur þegar að ég var 17 ára. Handboltaþjálfarinn minn úti sagði við mig að ég þyrfti að vera áfram og því varð ég bara eftir í Danmörku. Það þekkir mig enginn á Íslandi sem er skiljanlegt þar sem ég hef aldrei spilað þar nema hjá HK þegar að ég var 8-9 ára. Það er bara gaman að fá smá athygli,“ segir Sigvaldi og brosir.Guðmundur Guðmundsson tók sénsinn á Sigvalda.vísir/gettyHornamaðurinn skotvissi spilar með Noregsmeisturum Elverum en hefur áður verið á mála hjá stórliði Bjerringbro í Danmörku og Aarhus. Hann hefur um langa hríð vakið athygli í Danmörku og hefði hæglega getað orðið danskur landsliðsmaður á yngri árum. Það kom bara ekki til greina. „Ég var um tíma, 16 ára held ég, í danska landsliðshópnum. Þá fór ég heim einn veturinn og æfði aðeins með HK. Þar var einhver sem hringdi í íslenska landsliðsþjálfarann, Heimir held ég að það hafi verið, og sagði að ég yrði að fara á æfingu. Ég fór á æfingu og leyst bara vel á þetta. Ég er náttúrlega Íslendingur og það kom bara náttúrlega að velja íslenska landsliðið,“ segir Sigvaldi. „Danski landsliðsþjálfarinn á þeim tíma var að hringja í þjálfaran minn og mig á þessum tíma. Hann vildi fá mig þá. Það var bara ekki séns,“ segir Sigvaldi Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Sigvaldi - Ég gef allt í þetta
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Dagur Sigurðsson nýtur lífsins sem þjálfari japanska landsliðsins. 15. janúar 2019 19:30 Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Línumaðurinn stóri veit að hann getur betur og segist eiga meira inni. 15. janúar 2019 14:15 „Tvö stig og fjögur skot í andlitið #bjoggidancechallenge“ Björgvin Páll Gústavsson fékk ófá skot í andlitið í leiknum gegn Barein í gær. 15. janúar 2019 12:30 Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu sem mætir Íslandi á morgun. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Dagur Sigurðsson nýtur lífsins sem þjálfari japanska landsliðsins. 15. janúar 2019 19:30
Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30
Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Línumaðurinn stóri veit að hann getur betur og segist eiga meira inni. 15. janúar 2019 14:15
„Tvö stig og fjögur skot í andlitið #bjoggidancechallenge“ Björgvin Páll Gústavsson fékk ófá skot í andlitið í leiknum gegn Barein í gær. 15. janúar 2019 12:30
Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu sem mætir Íslandi á morgun. 15. janúar 2019 15:00