Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2019 17:00 Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira