Myndbirtingar af börnum úr hófi fram Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2019 19:00 Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira