Endurtekið efni frá HM 2017 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2019 12:30 Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum fyrir tveimur árum og fagnar hér einu sex marka sinna í leiknum. Hann má eiga annan stórleik í kvöld. vísir/epa Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30