Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 16:08 Stefna Trump-stjórnarinnar vakti hörð viðbrögð í fyrra. Svo mikil var gagnrýnin að stjórnin breytti stefnunni í kjölfarið. Vísir/Getty Innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að börn innflytjenda sem voru skilin frá foreldrum sínum á landamærunum að Mexíkó hafi verið þúsundum fleiri en greint hefur verið frá opinberlega. Skráningarkerfi yfirvalda var svo lélegt að ráðuneytið veit ekki hversu mörgum fjölskyldum var stíað í sundur með stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump eða hversu mörgum hefur verið skilað. Mikil reiði og hneykslan blossaði upp þegar greint var frá því að í það minnsta 2.500 börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna síðasta sumar. Aðskilnaðurinn var tilkominn vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnar Trump um að handtaka alla sem komu ólöglega til landsins og halda þeim á meðan niðurstaða fengist í mál þeirra fyrir dómstólum. Í nýrri skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins, sem bar ábyrgð á að sjá um börnin sem voru tekin af foreldrum sínum ásamt heimavarnarráðuneytinu, kemur fram að byrjað hafi verið að stía fjölskyldum í sundur með þessum hætti nokkrum mánuðum áður en stefnan var kynnt opinberlega og að mun fleiri börn hafi verið tekin af foreldrum sínum. „Hversu mörg börn voru aðskilin til viðbótar er okkur og ráðuneytinu ókunnugt um,“ segir í skýrslunni að því er segir í frétt Politico.Vita ekki hversu mörgum hefur verið skilað Fyrst var byrjað að sundra fjölskyldum árið 2017 og þá í tilraunaskyni fyrir stefnuna sem Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, kynnti formlega í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að flest þeirra um 2.500 barna sem dómstólar skipuðu ráðuneytinu að skila til foreldra sinna í fyrra hafi verið komin aftur til þeirra innan þrjátíu daga. Ekkert sé hins vegar vitað um hversu mörgum af þeim þúsundum barna sem voru tekin af foreldrum sínum áður en stefnan var kynnt formlega hefur verið skilað. Skipulagsleysi ríkti einnig í meðhöndlun Trump-stjórnarinnar á börnunum. Þannig fylgdist hún ekki með fjölskyldum sem höfðu verið aðskildar í einum gagnagrunni heldur á sextíu mismunandi stöðum. Það telur endurskoðandinn hafa flækt sameiningu fjölskyldnanna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi í fyrra að hafa týnt sumum börnum í fleiri mánuði. Bent er á í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ítrekað þurft að uppfæra tölur um hversu mörg börn hún hefði í haldi síðasta sumar. Í fyrstu sagði hún töluna 2.053 í júní en í október var formlega talan orðin 2.668.Washington Post segir að 118 börn hafi verið skilin frá foreldrum sínum frá því í júlí og fram í byrjun nóvember í fyrra, eftir að ríkisstjórn Trump sagðist ætla að stöðva aðskilnaðarstefnu sína á landamærunum. Þá segir skýrslan að innflytjendayfirvöld hafi sagt aðalástæðuna fyrir að þau hefðu sent börn innflytjenda til umsjár heilbrigðisráðuneytisins þá að foreldrarnir væru á sakarskrá. Endurskoðandinn segir upplýsingarnar um sakarskrá foreldranna hafi verið svo óljósar að hvorki sé hægt að ráða af þeim hvort réttmætt hafi verið að skilja börnin frá foreldrunum eða að skila þeim til þeirra aftur. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að börn innflytjenda sem voru skilin frá foreldrum sínum á landamærunum að Mexíkó hafi verið þúsundum fleiri en greint hefur verið frá opinberlega. Skráningarkerfi yfirvalda var svo lélegt að ráðuneytið veit ekki hversu mörgum fjölskyldum var stíað í sundur með stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump eða hversu mörgum hefur verið skilað. Mikil reiði og hneykslan blossaði upp þegar greint var frá því að í það minnsta 2.500 börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna síðasta sumar. Aðskilnaðurinn var tilkominn vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnar Trump um að handtaka alla sem komu ólöglega til landsins og halda þeim á meðan niðurstaða fengist í mál þeirra fyrir dómstólum. Í nýrri skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins, sem bar ábyrgð á að sjá um börnin sem voru tekin af foreldrum sínum ásamt heimavarnarráðuneytinu, kemur fram að byrjað hafi verið að stía fjölskyldum í sundur með þessum hætti nokkrum mánuðum áður en stefnan var kynnt opinberlega og að mun fleiri börn hafi verið tekin af foreldrum sínum. „Hversu mörg börn voru aðskilin til viðbótar er okkur og ráðuneytinu ókunnugt um,“ segir í skýrslunni að því er segir í frétt Politico.Vita ekki hversu mörgum hefur verið skilað Fyrst var byrjað að sundra fjölskyldum árið 2017 og þá í tilraunaskyni fyrir stefnuna sem Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, kynnti formlega í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að flest þeirra um 2.500 barna sem dómstólar skipuðu ráðuneytinu að skila til foreldra sinna í fyrra hafi verið komin aftur til þeirra innan þrjátíu daga. Ekkert sé hins vegar vitað um hversu mörgum af þeim þúsundum barna sem voru tekin af foreldrum sínum áður en stefnan var kynnt formlega hefur verið skilað. Skipulagsleysi ríkti einnig í meðhöndlun Trump-stjórnarinnar á börnunum. Þannig fylgdist hún ekki með fjölskyldum sem höfðu verið aðskildar í einum gagnagrunni heldur á sextíu mismunandi stöðum. Það telur endurskoðandinn hafa flækt sameiningu fjölskyldnanna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi í fyrra að hafa týnt sumum börnum í fleiri mánuði. Bent er á í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ítrekað þurft að uppfæra tölur um hversu mörg börn hún hefði í haldi síðasta sumar. Í fyrstu sagði hún töluna 2.053 í júní en í október var formlega talan orðin 2.668.Washington Post segir að 118 börn hafi verið skilin frá foreldrum sínum frá því í júlí og fram í byrjun nóvember í fyrra, eftir að ríkisstjórn Trump sagðist ætla að stöðva aðskilnaðarstefnu sína á landamærunum. Þá segir skýrslan að innflytjendayfirvöld hafi sagt aðalástæðuna fyrir að þau hefðu sent börn innflytjenda til umsjár heilbrigðisráðuneytisins þá að foreldrarnir væru á sakarskrá. Endurskoðandinn segir upplýsingarnar um sakarskrá foreldranna hafi verið svo óljósar að hvorki sé hægt að ráða af þeim hvort réttmætt hafi verið að skilja börnin frá foreldrunum eða að skila þeim til þeirra aftur.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent