Fréttu bara úti í bæ af brotthvarfi sjúkrabíla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, við hús Rauða krossins á Hvolsvelli þar sem engan sjúkrabíl er að finna lengur þrátt fyrir meira fé í málaflokkinn. "Okkur finnst þetta galið,“ segir hann. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir „Við sjáum þetta kerfi ekki virka,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem mikil ónægja er með breytt fyrirkomulag á sjúkraflutningum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að sögn sveitarstjórans hefur bækistöð sjúkraflutninga verið í húsi Rauða krossins á Hvolsvelli og þar hafi verið mönnuð vakt. Nú séu sjúkraflutningamenn aðeins á bakvakt eftir klukkan sjö á kvöldin og eru þá sérstaklega ræstir út í útköll. „Síðan á að fara að keyra bakvaktir með starfsmönnum sem eru ekki fullmenntaðir,“ segir Anton Kári. Hann sé ekki að gagnrýna það fólk sem sinni bakvöktunum. „En þarna fáum við ekki sömu fagmenntunina á bílana. Þetta er ekki eins reynslumikið fólk.“ Anton Kári segir að í fyrra hafi verið áætlaðar 300 milljónir króna í sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu og á Selfosssvæðinu. Kostnaðurinn hafi hins vegar orðið 380 milljónir. Framlagið fyrir þetta ár hafi síðan verið aukið um 68 milljónir til sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu einni. „Þess vegna finnst okkur á allan máta óeðlilegt að það sé skorin niður þjónusta hér í Rangárþingi en hvergi annars staðar innan umdæmisins. Það eru bara teknir þessir peningar úr Rangárvallasýslu og þeir renna inn í hítina,“ segir Anton Kári. Skerðingin sé fólki í Rangárþingi óskiljanleg og menn harmi hana. Anton segir sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi einnig ósátta við samskiptaleysi HSU við sveitarstjórnina og stjórnsýsluna. „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af þessum breytingum var þegar fréttamaður hringdi í mig á gamlársdag til að óska eftir upplýsingum,“ lýsir hann. Ekkert breyttist, að sögn Antons Kára, með fundi sveitarstjórnarmanna með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU, á þriðjudag. „Hún leggur þetta upp allt öðru vísi og segir að þessir peningar séu vissulega notaðir en að það vanti bara meira. En við teljum að það eigi ekki að bitna á öryggi íbúa og ferðamanna hér í sýslunni,“ segir hann. Þá segir Anton Kári Rauða krossinn hafa boðist til að gera breytingar á húsnæðinu á Hvolsvelli eftir forskrift frá HSU og sveitarfélagið boðið fram heilt íbúðarhús sem aðstöðu fyrir þá sem eru á vakt. „Það var ekkert haft samband við okkur meira, en svo fréttum við af því bara úti í bæ fyrir nokkrum dögum að það sé búið að færa sjúkrabílana út á Hellu,“ segir sveitarstjórinn. Um þetta muni mikið í viðbragðstíma. „Bílarnir hér voru náttúrlega mikill stuðningur við þá fyrir austan, við Vík og Klaustur þar sem alvarlegustu slysin hafa orðið undanfarið. Okkur finnst þetta galið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Við sjáum þetta kerfi ekki virka,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem mikil ónægja er með breytt fyrirkomulag á sjúkraflutningum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að sögn sveitarstjórans hefur bækistöð sjúkraflutninga verið í húsi Rauða krossins á Hvolsvelli og þar hafi verið mönnuð vakt. Nú séu sjúkraflutningamenn aðeins á bakvakt eftir klukkan sjö á kvöldin og eru þá sérstaklega ræstir út í útköll. „Síðan á að fara að keyra bakvaktir með starfsmönnum sem eru ekki fullmenntaðir,“ segir Anton Kári. Hann sé ekki að gagnrýna það fólk sem sinni bakvöktunum. „En þarna fáum við ekki sömu fagmenntunina á bílana. Þetta er ekki eins reynslumikið fólk.“ Anton Kári segir að í fyrra hafi verið áætlaðar 300 milljónir króna í sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu og á Selfosssvæðinu. Kostnaðurinn hafi hins vegar orðið 380 milljónir. Framlagið fyrir þetta ár hafi síðan verið aukið um 68 milljónir til sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu einni. „Þess vegna finnst okkur á allan máta óeðlilegt að það sé skorin niður þjónusta hér í Rangárþingi en hvergi annars staðar innan umdæmisins. Það eru bara teknir þessir peningar úr Rangárvallasýslu og þeir renna inn í hítina,“ segir Anton Kári. Skerðingin sé fólki í Rangárþingi óskiljanleg og menn harmi hana. Anton segir sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi einnig ósátta við samskiptaleysi HSU við sveitarstjórnina og stjórnsýsluna. „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af þessum breytingum var þegar fréttamaður hringdi í mig á gamlársdag til að óska eftir upplýsingum,“ lýsir hann. Ekkert breyttist, að sögn Antons Kára, með fundi sveitarstjórnarmanna með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU, á þriðjudag. „Hún leggur þetta upp allt öðru vísi og segir að þessir peningar séu vissulega notaðir en að það vanti bara meira. En við teljum að það eigi ekki að bitna á öryggi íbúa og ferðamanna hér í sýslunni,“ segir hann. Þá segir Anton Kári Rauða krossinn hafa boðist til að gera breytingar á húsnæðinu á Hvolsvelli eftir forskrift frá HSU og sveitarfélagið boðið fram heilt íbúðarhús sem aðstöðu fyrir þá sem eru á vakt. „Það var ekkert haft samband við okkur meira, en svo fréttum við af því bara úti í bæ fyrir nokkrum dögum að það sé búið að færa sjúkrabílana út á Hellu,“ segir sveitarstjórinn. Um þetta muni mikið í viðbragðstíma. „Bílarnir hér voru náttúrlega mikill stuðningur við þá fyrir austan, við Vík og Klaustur þar sem alvarlegustu slysin hafa orðið undanfarið. Okkur finnst þetta galið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent