Erlent

Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Löfven tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.
Stefan Löfven tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014. EPA
Sænska þingið samþykkti í morgun Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Hann mun leiða stjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli. Vinstriflokkurinn á þó ekki formlega aðild að stjórnarsamstarfinu.

Alls greiddu 115 þingmenn atkvæði með Löfven og 77 sátu hjá. 153 greiddu atkvæði gegn Löfven. Meirihluti þingmanna þarf að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn, til að hann haldi embættinu.

Kosningar fóru fram í Svíþjóð 9. september síðastliðinn og hefur erfiðlega gengið að mynda nýja stjórn. Hafa deilur meðal annars snúist um stöðu Svíþjóðardemókrata í sænskum stjórnmálum, en ýmsir flokkar hafa útilokað að eiga aðild að stjórn sem væri háð stuðningi flokksins, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum.

Stefan Löfven tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.

Löfven mun kynna ríkisstjórn sína á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×