Norðurlöndin eiga bestu markverðina á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 12:00 Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti yfir flest varin skot markvarða í riðlakeppninni og enginn varði fleiri víti. Getty/TF-Images Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Bestu markverður mótsins samkvæmt tölunum eru aðalmarkverðir Norðmanna, Dana og Svía en fjórir aðrir markverðir frá Norðurlöndum eru síðan meðal sextán hæstu í hlutfallsmarkvörslu á mótinu. Norðmaðurinn Espen Christensen og Daninn Niklas Landin voru báðir með 45 prósent markvörslu í riðlakeppninni. Christensen varði 38 af 85 skotum eða 44,7 prósent en Landin varði 44,6 prósent skotanna eða 54 af 121. Landin er einnig með bestu hlutfallsmarkvörsluna í vítum. Þriðji á listanum er síðan Svíinn Andreas Palicka sem er með 43,2 prósent markvörslu. Svíar eiga síðan annan markvörð á topp tíu en það er Mikael Appelgren sem er með 36,6 prósent markvörslu. Daninn Jannick Green er síðan í tólfta sæti með 35,3 prósent markvörslu. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, er í 12. til 16. sæti með 35 prósent markvörslu samkvæmt tölfræði mótshaldara. Þegar prósenturnar eru skoðaðar aðeins nánar þá kemur í ljós að okkar maður er í raun í 16. sætinu. Björgvin Páll varði 51 skot í fimm leikjum Íslands í riðlakeppninni eða yfir tíu skot að meðaltali í leik. Björgvin Páll er einnig sá markvörður sem varði flest víti í riðlakeppninni (7) og er enn fremur í 4. sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörslu í vítum. Björgvin Páll varði 41 prósent vítanna eða 7 af 17.Hæsta hlutfallsmarkvarsla í riðlakeppni HM 2019:1. Espen Christensen, Noregi 44,7%2. Niklas Landin, Danmörku 44,6%3. Andreas Palicka, Svíþjóð 43,2% 4. Mohamed El-Tayar, Egyptalandi 42,0% 5. VIvan Stevanović, Króatíu 39,1% 6. Vincent Gérard, Frakklandi 38,6% 7. Andreas Wolff, Þýskalandi 38,5% 8. Marin Sego, Króatíu 37,4% 9. Borko Ristovski, Makedóníu 37,3%10. Mikael Appelgren, Svíþjóð 36,6% 10. Gonzalo Pérez de Vargas, Spáni 36,6%12. Jannick Green, Danmörku 35,3%13. Torbjörn Bergerud, Noregi 35,1% 14. Cesar Algusto Almeida, Brasilíu 35,1 15. Makrem Missaoui, Túnis 34,95%16. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 34,93%Flest varin skot í riðlakeppni HM 2019: 1. Niklas Landin, Danmörku 542. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 51 3. Borko Ristovski, Makedóníu 47 4. Vincent Gérard, Frakklandi 44 5. Marin Sego, Króatíu 43 6. Andreas Wolff, Þýskalandi 42 7. Torbjörn Bergerud, Noregi 39 8. Andreas Palicka, Svíþjóð 39 8. Roland Mikler, Ungverjalandi 38 10. Makrem Missaoui, Túnis 36 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Bestu markverður mótsins samkvæmt tölunum eru aðalmarkverðir Norðmanna, Dana og Svía en fjórir aðrir markverðir frá Norðurlöndum eru síðan meðal sextán hæstu í hlutfallsmarkvörslu á mótinu. Norðmaðurinn Espen Christensen og Daninn Niklas Landin voru báðir með 45 prósent markvörslu í riðlakeppninni. Christensen varði 38 af 85 skotum eða 44,7 prósent en Landin varði 44,6 prósent skotanna eða 54 af 121. Landin er einnig með bestu hlutfallsmarkvörsluna í vítum. Þriðji á listanum er síðan Svíinn Andreas Palicka sem er með 43,2 prósent markvörslu. Svíar eiga síðan annan markvörð á topp tíu en það er Mikael Appelgren sem er með 36,6 prósent markvörslu. Daninn Jannick Green er síðan í tólfta sæti með 35,3 prósent markvörslu. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, er í 12. til 16. sæti með 35 prósent markvörslu samkvæmt tölfræði mótshaldara. Þegar prósenturnar eru skoðaðar aðeins nánar þá kemur í ljós að okkar maður er í raun í 16. sætinu. Björgvin Páll varði 51 skot í fimm leikjum Íslands í riðlakeppninni eða yfir tíu skot að meðaltali í leik. Björgvin Páll er einnig sá markvörður sem varði flest víti í riðlakeppninni (7) og er enn fremur í 4. sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörslu í vítum. Björgvin Páll varði 41 prósent vítanna eða 7 af 17.Hæsta hlutfallsmarkvarsla í riðlakeppni HM 2019:1. Espen Christensen, Noregi 44,7%2. Niklas Landin, Danmörku 44,6%3. Andreas Palicka, Svíþjóð 43,2% 4. Mohamed El-Tayar, Egyptalandi 42,0% 5. VIvan Stevanović, Króatíu 39,1% 6. Vincent Gérard, Frakklandi 38,6% 7. Andreas Wolff, Þýskalandi 38,5% 8. Marin Sego, Króatíu 37,4% 9. Borko Ristovski, Makedóníu 37,3%10. Mikael Appelgren, Svíþjóð 36,6% 10. Gonzalo Pérez de Vargas, Spáni 36,6%12. Jannick Green, Danmörku 35,3%13. Torbjörn Bergerud, Noregi 35,1% 14. Cesar Algusto Almeida, Brasilíu 35,1 15. Makrem Missaoui, Túnis 34,95%16. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 34,93%Flest varin skot í riðlakeppni HM 2019: 1. Niklas Landin, Danmörku 542. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 51 3. Borko Ristovski, Makedóníu 47 4. Vincent Gérard, Frakklandi 44 5. Marin Sego, Króatíu 43 6. Andreas Wolff, Þýskalandi 42 7. Torbjörn Bergerud, Noregi 39 8. Andreas Palicka, Svíþjóð 39 8. Roland Mikler, Ungverjalandi 38 10. Makrem Missaoui, Túnis 36
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira