Danir missa einn besta línu- og varnarmann heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 12:30 René Toft Hansen fór sárþjáður af velli í gær. Getty/Jan Christensen Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014). HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014).
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti