Daginn lengt um sextán mínútur í Reykjavík en þrjátíu í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2019 11:32 Frá Árbæjarsafni í Reykjavík í gær, gamlársdag. Geislar sólar rétt náðu að skína á gömlu bæjarhúsin. Vísir/KMU. Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans. Grímsey Reykjavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans.
Grímsey Reykjavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira