Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 11:30 Paul Whelan er sagður öryggisstjóri bílapartabirgja í Michigan í Bandaríkjunum. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21