Fótbolti

Dortmund búið að græða ótrúlega mikinn pening á þremur leikmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ousmane Dembélé, Pierre-Emerick Aubameyang og Christian Pulisic.
Ousmane Dembélé, Pierre-Emerick Aubameyang og Christian Pulisic. Vísir/Getty
Þýska félagið Borussia Dortmund er í bullandi gróða þegar kemur kaupum og sölum á leikmönnum. Í dag tilkynntu Þjóðverjarnir um enn eina risasöluna.

Borussia Dortmund hefur nú á rúmu ári selt leikmennina Ousmane Dembélé, Pierre-Emerick Aubameyang og Christian Pulisic til stærri klúbba í Evrópu. Alla keypti félagið á smáaura miðað við þann pening sé félagið fékk síðan fyrir þá.

Chelsea keypti Christian Pulisic í dag en bandaríski framherjinn mun þó klára timabilið með Borussia Dortmund.



Barcelona keypti  Ousmane Dembélé frá Dortmund í lok ágúst 2017. Barca borgaði 135,5 milljónir punda fyrir hann en Dortmund hafði keypt Dembélé fyrir 13 milljónir punda frá franska liðunu Rennes árið 2016. Gróði upp á 122,5 milljónir punda.

Arsenal keypti Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund í janúar 2018. Arsenal borgaði 56 milljónir punda fyrir hann en Dortmund hafði keypt Aubameyang fyrir 11,7 milljónir punda frá Saint-Étienne árið 2013. Gróði upp á 44,3 milljónir punda.

Chelsea keypti Christian Pulisic frá Dortmund fyrir í dag. Chelsea borgaði 58 milljónir ounda fyrir hann en Dortmund hafði fengið Pulisic frítt í febrúar 2015. Christian Pulisic var þá aðeins sextán ára gamall. Gróði upp á 58 milljónir punda.

Borussia Dortmund hefur því samanlagt grætt 224,8 milljónir punda á þessum þremur leikmönnum eða meira en 33,3 milljarða íslenskra króna. Ekki slæm viðskipti þar á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×