Orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar skerðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2019 20:41 Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag. Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag.
Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00