Prófessor útskýrir hvers vegna við segjum sautjánhundruð og súrkál en Færeyingar átjánhundruð og grænkál Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 16:46 Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Getty Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best. Færeyjar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best.
Færeyjar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira