Svo lærir sem lifir Lilja Alfreðsdóttir skrifar 8. janúar 2019 07:00 „Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu. Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.Námstækifærin blasa víða við Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla. Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekkingarmiðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
„Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu. Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.Námstækifærin blasa víða við Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla. Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekkingarmiðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar