Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, sem kvartaði undan sóknarprestinum til þjóðkirkjunnar vildi ekki tjá sig um málið. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkjunni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvíaeldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breiðdæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða.Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Samkvæmt fasteignaskrá er hlutur Heydala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna matsverð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækisins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldisdeilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla, sem Gunnlaugur veitir formennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldisiðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkjunni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvíaeldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breiðdæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða.Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Samkvæmt fasteignaskrá er hlutur Heydala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna matsverð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækisins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldisdeilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla, sem Gunnlaugur veitir formennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldisiðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira