Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2019 06:00 Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. Mynd/Þorgrímur Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira