Erlent

Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Rahaf Mohammed al-Qunun í Taílandi.
Rahaf Mohammed al-Qunun í Taílandi. EPA/Innflytjendastofnun Taílands
Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita hinni átján ára gömlu Rahaf Mohammed al-Qunun hæli þar í landi. Hún flúði frá Sádi-Arabíu til Taílands um síðustu helgi og óttast að fjölskylda hennar myrði hana verði hún send aftur heim, því hún hafi afneitað íslamstrúnni.

Ástralar höfðu gefið út að þeir myndu taka beiðni hennar um hæli til skoðunar, ef Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu hana sem flóttakonu. Það hefur nú verið gert.

Heimavarnarráðuneyti Ástralíu segir nú að beiðni hennar verði tekin fyrir með hefðbundnum hætti, án þess að fara nánar út í hvað það felur í sér, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.



Qunun átti upprunalega ekki að fá að koma til Taílands. Vegabréfið var tekið af henni og stóð til að senda hana aftur til Sádi-Arabíu. Hún læsti sig þó inn á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok og sendir frá sér fjölda skilaboða á samfélagsmiðlum. Að endingu leiddi það til þess að yfirvöld Taílands hættu við að senda hana úr landi. Henni var hleypt inn í landið í gær og hóf formlegt ferli um að sækja um hæli í Ástralíu.

Hún hefur neitað að hitta föður sinn og bróður, sem eru nú staddir í Taílandi.


Tengdar fréttir

„Hann vill drepa hana“

Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×