Fjögur ráðin nýir forstöðumenn hjá Veitum Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 21:53 Arndís Ósk Ólafsdóttir, Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Hafliði Jón Sigurðsson og Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir. veitur Arndís Ósk Ólafsdóttir, Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, Hafliði Jón Sigurðsson og Harpa Þuríður Böðvarsdóttir hafa verið ráðin nýir forstöðumenn hjá Veitum. Um er að ráða forstöðumenn í vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og í stefnu og árangri. Í tilkynningu segir að forstöðumennirnir komi til með að leiða vegferð Veitna í áframhaldandi uppbyggingu hagkvæmra veitukerfa með öryggi, umhverfissjónarmið og langtímaþarfir viðskiptavina og samfélags að leiðarljósi. „Arndís Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vatnsveitu. Arndís Ósk lauk BS próf í umhverfis og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004 og meistaragráðu í Water Resource Engineering frá Heriot Watt University í Edinborg 2006. Eftir námslok hóf hún störf hjá Hyder Consulting í Edinborg við hermun og hönnun fráveitukerfa 2006-2007 og vann við vatnsveituverkefni í Namibíu fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Arndís Ósk var ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur í lok árs 2007 sem verkefnastjóri og tók við sem fagstjóri vatnsveitu 2010. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem tæknistjóri vatnsveitu 2017. Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fráveitu. Guðbjörg Sæunn útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Frá því hún lauk námi hefur hún starfað á framleiðslusviði Össurar, fyrst sem ferilseigandi á CNC renniverkstæðinu þar til hún tók við Öryggis- og umbótasviði framleiðslu og síðustu þrjú árin hefur hún starfað sem framleiðslustjóri Silikondeildar. Hafliði Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður hitaveitu. Hafliði Jón útskrifaðist með B.Sc í véla- og iðnverkfræði 2002 og M.Sc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann starfaði hjá Icelandair 2004-2007 sem hönnuður og verkefnastjóri og síðan sem deildarstjóri viðhaldsstýringar á árunum 2007-2015. Á árunum 2015 – 2016 starfaði Hafliði Jón hjá Rhino Aviation sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála. Hann hóf störf hjá Veitum 2016 sem forstöðumaður Rekstrar. Harpa Þuríður Böðvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og árangurs. Harpa Þuríður lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla 2004. Þá stundaði hún meistaranám í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 2017. Harpa Þuríður starfaði í 14 ár hjá Actavis hér á landi, Norðurlöndunum og með dótturfyrirtækinu Medis á ýmsum erlendum mörkuðum. Hjá Actavis sinnti hún nokkrum störfum en lengst af sem starfsmannastjóri (Director, HR & Org. Development) fyrirtækisins á Íslandi. Á árinu 2018 starfaði hún sem verkefnastjóri stefnumótunar á skrifstofu ráðuneytisstjóra í velferðarráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Vistaskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Arndís Ósk Ólafsdóttir, Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, Hafliði Jón Sigurðsson og Harpa Þuríður Böðvarsdóttir hafa verið ráðin nýir forstöðumenn hjá Veitum. Um er að ráða forstöðumenn í vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og í stefnu og árangri. Í tilkynningu segir að forstöðumennirnir komi til með að leiða vegferð Veitna í áframhaldandi uppbyggingu hagkvæmra veitukerfa með öryggi, umhverfissjónarmið og langtímaþarfir viðskiptavina og samfélags að leiðarljósi. „Arndís Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vatnsveitu. Arndís Ósk lauk BS próf í umhverfis og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004 og meistaragráðu í Water Resource Engineering frá Heriot Watt University í Edinborg 2006. Eftir námslok hóf hún störf hjá Hyder Consulting í Edinborg við hermun og hönnun fráveitukerfa 2006-2007 og vann við vatnsveituverkefni í Namibíu fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Arndís Ósk var ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur í lok árs 2007 sem verkefnastjóri og tók við sem fagstjóri vatnsveitu 2010. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem tæknistjóri vatnsveitu 2017. Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fráveitu. Guðbjörg Sæunn útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Frá því hún lauk námi hefur hún starfað á framleiðslusviði Össurar, fyrst sem ferilseigandi á CNC renniverkstæðinu þar til hún tók við Öryggis- og umbótasviði framleiðslu og síðustu þrjú árin hefur hún starfað sem framleiðslustjóri Silikondeildar. Hafliði Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður hitaveitu. Hafliði Jón útskrifaðist með B.Sc í véla- og iðnverkfræði 2002 og M.Sc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann starfaði hjá Icelandair 2004-2007 sem hönnuður og verkefnastjóri og síðan sem deildarstjóri viðhaldsstýringar á árunum 2007-2015. Á árunum 2015 – 2016 starfaði Hafliði Jón hjá Rhino Aviation sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála. Hann hóf störf hjá Veitum 2016 sem forstöðumaður Rekstrar. Harpa Þuríður Böðvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og árangurs. Harpa Þuríður lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla 2004. Þá stundaði hún meistaranám í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 2017. Harpa Þuríður starfaði í 14 ár hjá Actavis hér á landi, Norðurlöndunum og með dótturfyrirtækinu Medis á ýmsum erlendum mörkuðum. Hjá Actavis sinnti hún nokkrum störfum en lengst af sem starfsmannastjóri (Director, HR & Org. Development) fyrirtækisins á Íslandi. Á árinu 2018 starfaði hún sem verkefnastjóri stefnumótunar á skrifstofu ráðuneytisstjóra í velferðarráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Vistaskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira