Segir samskipti við verkalýðshreyfinguna mikil og góð Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 13:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24