Gummi: Ætla að bíða og heyra hvað læknarnir segja Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 30. desember 2018 19:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti