Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Fréttablaðið/Ernir Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira