Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30