Embætti biskups bótaskylt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 18:47 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent