Taldi þetta rétt skref á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Arnar Freyr Arnarsson er hér lengst til vinstri á myndinni að fagna öðrum af tveimur meistaratitlunum sínum með Kristianstad. Fréttablaðið/Guðmundur Svansson Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira