Fótbolti

Þrír stórir klúbbar vilja allir fá nýja Johan Cruyff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong. Vísir/Getty
Hollenski knattspyrnumaðurinn Frenkie de Jong verður ekki mikið lengur hjá Ajax og það lítur út fyrir að þrjú af stærstu klúbbum heims muni berjast um hann.  

Frenkie de Jong er 21 árs gamall miðjumaður sem staðið sig frábærlega með Ajax liðinu. Hann hefur meira að segja verið kallaður nýi Johan Cruyff og er talin vera framtíðarstórstjarna hollenska fótboltans.





Daily Mirror segir frá því að Barcelona og Paris Saint-Germain muni berjast við Manchester City um að fá hann til sín.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill fá Frenkie de Jong og hefur sett nafn Hollendingsins efst á óskalistann sinn.

Frenkie de Jong er ætlað að koma með ungar og ferskar fætur inn á miðjuna hjá Manchester City þar sem fyrir er meðal annars hinn 33 ára gamli Fernandinho.

Áhuginn er samt ekkert minni hjá Barcelona og Paris Saint-Germain. Ef Frenkie de Jong ætlar að fara sömu leið og Johan Cruyff gerði á áttunda áratugnum þá fer hann að sjálfsögðu til Barcelona. Barcelona er líka sagt vera líklegasti áfangastaður stráksins.

Manchester City mun jafnvel reyna að kaupa Frenkie de Jong strax í janúarglugganum en Edwin Van Der Sar, framkvæmdastjóri Ajax, hefur gefið það út að félagið ætli ekki að selja menn á miðju tímabili.  

Ajax komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í meira en áratug og er líka að keppa um titlana heima við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×