Erlent

Þrettán látnir eftir sprengingu í námu í Tékklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengingin varð á 800 metra dýpi.
Sprengingin varð á 800 metra dýpi. EPA
Þrettán eru látnir og tíu slösuðust eftir að sprenging varð í kolanámu CSM í tékkneska bænum Karvina síðdegis í gær. Talið er að um gasprengingu hafi verið að ræða, en hún varð á 800 metra dýpi.

Námuna er að finna í bænum Karvina í austurhluta Tékklands, nálægt landamærunum að Póllandi.

Talsmaður námunnar segir að ellefu þeirra sem létust séu pólskir ríkisborgarar og tveir tékkneskir.

Sprengingin er mannskæðasta slysið í námu í landinu frá árinu 1990 þegar þrjátíu verkamenn fórust í eldsvæða í námu nærri Karvina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×