Erlent

Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá.
Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. vísir/ap
Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá.

Í kvöld var dróna flogið yfir og umhverfis flugvallarbygginguna en notkun á ljósi gæti verið það sem kemur að lokum upp um hinn seka því sérfræðingar, sem kallaðir voru til við rannsókn málsins, hafa getað greint tegund drónans sem var flogið.

Lögreglan hefur þó ekki enn handtekið hinn grunaða.

Gatwick er næststærsti flugvöllurinn á Bretlandseyjum en drónaflugið hefur sett ferðaáætlanir hundruð þúsunda úr skorðum og ljóst er að tjónið er gífurlegt.


Tengdar fréttir

Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi

Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla.

Gatwick opnaður á ný

Gatwick flugvöllur á Englandi opnaði loks í morgun eftir að hafa verið meira og minna lokaður í einn og hálfan sólarhring eftir að drónar tóku að sveima yfir vellinum.

Fuglar geta nýst gegn drónum

Fuglar geta nýst til að verjast drónaárásum eins og gerðar hafa verið á Gatwick flugvelli í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×