Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 19:00 Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira