Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. desember 2018 13:30 Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“ Fangelsismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“
Fangelsismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira