Innlent

Vott og hvasst í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Jólin eru rauð í ár.
Jólin eru rauð í ár. Vísir/Hanna
Spáð er austan og suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu sunnan- og vestantil á landinu í dag. Gert er ráð fyrir hægara og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi. Vindur verður suðlægari sunnan- og vestantil með skúrum í kvöld.

Hálka eða hálkublettir er á vegum víða um land. Færð á Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum var orðin þungfær í gær en hún hafði ekki verið könnuð í dag þegar Vegagerðin sendi út tilkynningu um færð og aðstæður í morgun.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt, 5-13 metrum á sekúndu og rigningu með köflum eða skúrum á öðrum degi jóla. Þurrt verður hins vegar að mestu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig, hlýjast suðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×