Innlent

Vildu byggja umhverfisvænna timburhús

Sighvatur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson og Kári Ársælsson byggja þriggja íbúða raðhús úr timbri í Garðabæ. Þeir segja að  framkvæmdirnar veki athygli verktaka sem byggja steinhús allt í kringum þá. Þá er byggingarsvæðið vinsæll viðkomustaður fólks í bíltúrum.

Byggingarkostnaður timburhússins er um 10-15% minni miðað við kostnaðinn við að byggja steinhús. Þótt sparnaðurinn sé ekki meiri segja Guðjón Pétur og Kári að þeim hafi verið umhugað um umhverfisáhrif framkvæmdanna.

Guðjón Pétur Lýðsson sýnir Sighvati Jónssyni fréttamanni timburhúsið.Vísir/Arnar

Draumurinn er timburhús á nokkrum hæðum

Þeir félagar skoðuðu ýmsar útfærslur áður en niðurstaðan varð sú að byggja úr krosslímdu timbri frá Austurríki sem fyrirtækið Element flytur inn. Guðjón Pétur og Kári segja að timbrið jafnist á við steypu hvað varðar styrkleika.

Guðjón Pétur langar til að byggja meira úr timbri. Hann nefnir sem dæmi að Norðmenn byggi nokkurra hæða hús úr krosslímdu timbri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×