Fyrsti leikur í undirbúningnum í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 28. desember 2018 09:00 Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Álaborgar, verður með í kvöld. fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti