Engar eignir fundist upp í tap Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2018 07:00 Kári Sturluson fékk fyrirframgreiðslu á miðasölu tónleika Sigur rósar í fyrra. Sá peningur hefur aldrei skilað sér aftur. Fréttablaðið/Ernir „Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleikahaldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfirlýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niðurstaðan liggi ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tónlist Tengdar fréttir Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46 Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleikahaldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfirlýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niðurstaðan liggi ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tónlist Tengdar fréttir Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46 Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35
Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00