Innlent

Veðri fremur misskipt eftir landshlutum á áramótum

Birgir Olgeirsson skrifar
Spáin fyrir áramótin eins og hún birtist á vef Veðurstofu Íslands.
Spáin fyrir áramótin eins og hún birtist á vef Veðurstofu Íslands.
Spáð er suðvestan átt, 8 – 15 metrum á sekúndu, og éljum í dag en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki. Svipuðu veðri er spáð á morgun, en þó aðeins svalara.

Á sunnudag verður komin ákveðin austanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, fyrst sunnan til á landinu.

Á áramótunum er spá stífri norðanátt með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×