Sá reynslumesti fær að vera hinum megin við borðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:15 Aron Kristjánsson var þjálfari íslenska handboltalandsliðsins frá 2012 til 2016. Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira