Ógilda leyfi legsteinasafnsins í Húsafelli og skipulag sagt ógilt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Páll Guðmundsson á byggingarreit legsteinasafns haustið 2016 með hús nágrannana í baksýn. Fréttablaðið/Vilhelm Byggingarleyfi vegna legsteinasafns Páls Guðmundssonar á Húsafelli hefur verið ógilt. Deiliskipulagið er sömuleiðis ógilt. Fréttablaðið sagði í október 2016 frá legsteinasafninu. Húsið utan um safnið var þá í byggingu. Páll er eigandi Bæjargils og lóðarinnar Húsafells 2. Eigandi Húsafells 1 hafði í ágúst það ár kært bæði nýtt deiliskipulag frá því í janúar 2016 og byggingarleyfi sem gefið var út mánuði síðar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði því í september 2016 að ógilda byggingarleyfið og vísað frá kröfu varðandi deiliskipulagið. Vegna álits frá umboðsmanni Alþingis frá í október 2017 tók nefndin hins vegar málið upp aftur í mars 2018. Eigandi Húsafells 1 rekur gistiheimilið Gamla bæ, rétt norðan við lóðir Páls. Hvorki hafi „verið skilyrði til að samþykkja umrædd byggingaráform né útgáfu hinna kærðu byggingarleyfa“, segir meðal annars í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um málsrök kærandans. Borgarbyggð krafðist þess að kærunni yrði vísað frá eða því hafnað að ógilda skipulagið og byggingarleyfið. „Ekki verði séð að landnotkun á hinu deiliskipulagða svæði muni með nokkrum hætti hafa áhrif á hagsmuni kæranda en hún verði sú sama og verið hafi,“ segir um meðl annars um rök Borgarbyggðar. „Eina útsýnið sem tapist sé upp í fjallshlíðina fyrir ofan húsin sem varla hafi verulega þýðingu við mat á verðmæti hússins að Húsafelli.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Fréttablaðið/Pjetur Úrskurðarnefndin ógilti byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu en vísaði frá kröfum um ógildingu byggingarleyfis fyrir áðurnefnt pakkhús. Þá sagði nefndin sjálft deiliskipulagið frá 2016 aldrei hafa tekið gildi og því væri ekki hægt að ógilda það. „Þótt leiða megi líkur að því með hliðsjón af málsatvikum að kæranda, sem kunnugur er staðháttum, hafi mátt vera ljóst í hvað stefndi þá verður, að teknu tilliti til þeirra réttaröryggissjónarmiða sem áður hafa verið reifuð, ekki hjá því komist að álykta sem svo að hið kærða deiliskipulag hafi ekki tekið gildi með lögformlega réttri birtingu,“ segir nefndin. „Á hið kærða byggingarleyfi sér því hvorki stoð í gildu deiliskipulagi né fór málsmeðferð þess að undantekningarákvæðum skipulagslaga um grenndarkynningu. Verður byggingarleyfið þegar af þeim sökum fellt úr gildi.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki hafa önnur áhrif en þau að vinna verði nýtt byggingarleyfi sem stenst kröfur, fara í grenndarkynningu og gefa leyfið út aftur. „Það er hægt að gefa út byggingarleyfi þótt það sé ekki deiliskipulag, það er bara undanþáguákvæði,“ útskýrir sveitarstjórinn og upplýsir að hann telji úrskurðinn ekki fréttaefni. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem byggingarleyfi er fellt úr gildi,“ segir Gunnlaugur. „Þó að það verði örugglega reynt að gera stórmál úr þessu þá er þetta ekkert nýjabrum. Þannig að ef þetta er orðið fréttaefni þá er víða fréttaefni varðandi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skipulag Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Byggingarleyfi vegna legsteinasafns Páls Guðmundssonar á Húsafelli hefur verið ógilt. Deiliskipulagið er sömuleiðis ógilt. Fréttablaðið sagði í október 2016 frá legsteinasafninu. Húsið utan um safnið var þá í byggingu. Páll er eigandi Bæjargils og lóðarinnar Húsafells 2. Eigandi Húsafells 1 hafði í ágúst það ár kært bæði nýtt deiliskipulag frá því í janúar 2016 og byggingarleyfi sem gefið var út mánuði síðar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði því í september 2016 að ógilda byggingarleyfið og vísað frá kröfu varðandi deiliskipulagið. Vegna álits frá umboðsmanni Alþingis frá í október 2017 tók nefndin hins vegar málið upp aftur í mars 2018. Eigandi Húsafells 1 rekur gistiheimilið Gamla bæ, rétt norðan við lóðir Páls. Hvorki hafi „verið skilyrði til að samþykkja umrædd byggingaráform né útgáfu hinna kærðu byggingarleyfa“, segir meðal annars í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um málsrök kærandans. Borgarbyggð krafðist þess að kærunni yrði vísað frá eða því hafnað að ógilda skipulagið og byggingarleyfið. „Ekki verði séð að landnotkun á hinu deiliskipulagða svæði muni með nokkrum hætti hafa áhrif á hagsmuni kæranda en hún verði sú sama og verið hafi,“ segir um meðl annars um rök Borgarbyggðar. „Eina útsýnið sem tapist sé upp í fjallshlíðina fyrir ofan húsin sem varla hafi verulega þýðingu við mat á verðmæti hússins að Húsafelli.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Fréttablaðið/Pjetur Úrskurðarnefndin ógilti byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu en vísaði frá kröfum um ógildingu byggingarleyfis fyrir áðurnefnt pakkhús. Þá sagði nefndin sjálft deiliskipulagið frá 2016 aldrei hafa tekið gildi og því væri ekki hægt að ógilda það. „Þótt leiða megi líkur að því með hliðsjón af málsatvikum að kæranda, sem kunnugur er staðháttum, hafi mátt vera ljóst í hvað stefndi þá verður, að teknu tilliti til þeirra réttaröryggissjónarmiða sem áður hafa verið reifuð, ekki hjá því komist að álykta sem svo að hið kærða deiliskipulag hafi ekki tekið gildi með lögformlega réttri birtingu,“ segir nefndin. „Á hið kærða byggingarleyfi sér því hvorki stoð í gildu deiliskipulagi né fór málsmeðferð þess að undantekningarákvæðum skipulagslaga um grenndarkynningu. Verður byggingarleyfið þegar af þeim sökum fellt úr gildi.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki hafa önnur áhrif en þau að vinna verði nýtt byggingarleyfi sem stenst kröfur, fara í grenndarkynningu og gefa leyfið út aftur. „Það er hægt að gefa út byggingarleyfi þótt það sé ekki deiliskipulag, það er bara undanþáguákvæði,“ útskýrir sveitarstjórinn og upplýsir að hann telji úrskurðinn ekki fréttaefni. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem byggingarleyfi er fellt úr gildi,“ segir Gunnlaugur. „Þó að það verði örugglega reynt að gera stórmál úr þessu þá er þetta ekkert nýjabrum. Þannig að ef þetta er orðið fréttaefni þá er víða fréttaefni varðandi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skipulag Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira