Innlent

Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi

Kjartan Kjartansson skrifar
Veðrið á suðvestanverðu landinu á að skána eftir því sem líður á daginn.
Veðrið á suðvestanverðu landinu á að skána eftir því sem líður á daginn. Vísir/Hanna
Gert er ráð fyrir 15-23 metrum á sekúndu og rigningu í hvassviðri sem gengur nú yfir suðvestanvert landið. Draga á úr vindi og úrkomu eftir því sem líður á daginn. Fyrir norðan er spáð hægara veðri yfirleitt þurru.

Hlýna á í veðri og er gert ráð fyrir að hiti nái sjö til fimmtán stigum seinni partinn, hlýjast í hnjúkaþey norðanlands.

Á morgun er spáð suðaustan 8-13 m/s og stöku skúrum eða slydduéljum en bjartviðri norðan heiða. Hitinn á landinu verður á bilinu eitt til átta stig, hlýjast syðst.

Samkvæmt Vegagerðinni er hálka eða hálkublettir víða á heiðum. Flughálka er sögð á Laxárdalsheiði og á leiðinni frá Hofsósi í Siglufjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×