Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 13:08 Jamal Khashoggi var einn þeirra blaðamanna sem myrtir voru á árinu. AP/Virginia Mayo Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir. Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir.
Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35
Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00
Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57