Lestrarhestar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun