Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 09:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær telja að stuðningsmenn hans myndu gera byltingu ef þingmenn Demókrataflokksins myndu ákæra hann fyrir embættisbrot á komandi ári. Hann sagðist þó ekki hafa áhyggjur. Þó einfaldur meirihluti á fulltrúadeild Bandaríkjaþings geti lagt fram slíka tillögu þurfa 67 öldungadeildarþingmenn af hundrað að kjósa með tillögunni til að bola forseta úr embætti. Demókratar munu taka yfir stjórn fulltrúadeildarinnar á næsta ári en Repúblikönum tókst að auka meirihluta sinn um tvo þingmenn á öldungadeildinni og verða með 53 þingmenn gegn 47. „Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar,“ sagði Trump í viðtali við Reuters.„Ég hef ekki áhyggjur, nei. Ég held að fólk myndi gera byltingu ef það gerðist.“ Alríkissaksóknarar héldu því fram í dómsskjölum í síðustu viku að Trump hefði skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að greiða tveimur konum meira en hundrað þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Slíkt væri brot á lögum um kosningar og þá sérstaklega um framlög til framboða, þar sem greiðslunum var ætlað að kaupa þögn kvennanna fyrir meint framhjáhald forsetans með þeim á árum áður í aðdraganda kosninganna. Saksóknarar líta á þessar greiðslur sem framlög til framboðs Trump en hámarkið sem einstaklingur má gefa til framboðs eru 2.700 dalir. Konurnar tvær sem um ræðir eru klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stephanie Clifford, sem einnig er þekkt sem Stormy Daniels, og Karen McDougal, fyrrverandi fyrirsæta tímaritsins Playboy.Klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, var í gær gert að greiða trump 293 þúsund dali í málskostnað vegna lögsóknar hennar gegn forsetanum fyrir meiðyrði. Málinu var vísað frá.AP/Markus SchreiberTrump viðurkenndi fyrr á þessu ári, þegar hljóðupptökur voru opinberaðar, að hafa endurgreitt Cohen 130 þúsund dali vegna greiðslunnar til Daniels, þrátt fyrir að hann hefði áður haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Forsetinn segir að Cohen sé að ljúga um sig til að reyna að komast undan glæpum sínum og hefur hvatt til þess að Cohen fái þungan dóm þegar dómur verður kveðinn upp í dag. „Michael Cohen er lögmaður. Ég geri ráð fyrir að hann myndi vita hvað hann væri að gera,“ sagði Trump. „Í fyrsta lagi, þá var þetta ekki framlag til framboðs. Ef þetta var slíkt, þá er það ekki sakamál, og þetta var ekki gegn lögum. Okei?“ Blaðamenn Reuters spurðu Trump út í staðhæfingar saksóknara um að fjöldi fólks sem vann og vinnur fyrir Trump hafi hitt, fundað með og rætt við rússneska aðila í aðdraganda forsetakosninganna. Hann vildi þó lítið tala um það og fór þess í stað að tala um einstaklega óljósar ásakanir gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í kosningunum 2016.Sjá einnig: Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni„Það sem þið eruð að tala um er tittlingaskítur,“ sagði Trump. „Ég hef ekki heyrt þetta, en get bara sagt ykkur þetta. Hillary Clinton, eiginmaður hennar fékk peninga, hún fékk peninga, hún borgaði peninga, af hverju talar ekki einhver um það?“Stendur við bakið á krónprinsinum Í viðtalinu var Trump einnig spurður út í morð blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem var myrtur í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöður að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið og bandarískir þingmenn sem hafa séð gögnin segja sömuleiðis að það sé ljóst.Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.AP/G20 Press OfficeTrump, sem hefur séð sömu gögn, er þó ekki á þeirri skoðun og hefur hann verið gagnrýndur af þingmönnum Repúblikanaflokksins fyrir það viðhorf sitt. Trump sagði Reuters að Sádi-Arabía hefði reynst Bandaríkjunum góður bandamaður og hann stæði við bakið á krónprinsinum. Öldungadeildarþingmenn munu í vikunni ræða hvort þingið eigi að fordæma krónprinsinn vegna morðsins en Trump hefur sagt að hann myndi beita neitunarvaldi gegn slíkri yfirlýsingu. Trump sagðist vonast til þess að þingmennirnir legðu ekki til að Bandaríkin myndu hætta að selja Sádum vopn vegna málsins. Annars myndu þeir peningar renna til Rússlands og Kína. Hann sagði þó að til greina kæmi að binda enda á stuðning Bandaríkjanna varðandi stríð Sáda í Jemen, þar sem þeir berjast gegn uppreisnarmönnum Húta sem studdir eru af Íran. „Sko, ég er miklu opnari gagnvart Jemen því, mér þykir ljótt að sjá það sem er að gerast þar,“ sagði Trump. Hann sagðist þó vilja sjá Írani fara frá Jemen og taldi að slíkt gæti gerst.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Upprunalega sneri hún að vantrauststillögu en það var ekki rétt. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær telja að stuðningsmenn hans myndu gera byltingu ef þingmenn Demókrataflokksins myndu ákæra hann fyrir embættisbrot á komandi ári. Hann sagðist þó ekki hafa áhyggjur. Þó einfaldur meirihluti á fulltrúadeild Bandaríkjaþings geti lagt fram slíka tillögu þurfa 67 öldungadeildarþingmenn af hundrað að kjósa með tillögunni til að bola forseta úr embætti. Demókratar munu taka yfir stjórn fulltrúadeildarinnar á næsta ári en Repúblikönum tókst að auka meirihluta sinn um tvo þingmenn á öldungadeildinni og verða með 53 þingmenn gegn 47. „Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar,“ sagði Trump í viðtali við Reuters.„Ég hef ekki áhyggjur, nei. Ég held að fólk myndi gera byltingu ef það gerðist.“ Alríkissaksóknarar héldu því fram í dómsskjölum í síðustu viku að Trump hefði skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að greiða tveimur konum meira en hundrað þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Slíkt væri brot á lögum um kosningar og þá sérstaklega um framlög til framboða, þar sem greiðslunum var ætlað að kaupa þögn kvennanna fyrir meint framhjáhald forsetans með þeim á árum áður í aðdraganda kosninganna. Saksóknarar líta á þessar greiðslur sem framlög til framboðs Trump en hámarkið sem einstaklingur má gefa til framboðs eru 2.700 dalir. Konurnar tvær sem um ræðir eru klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stephanie Clifford, sem einnig er þekkt sem Stormy Daniels, og Karen McDougal, fyrrverandi fyrirsæta tímaritsins Playboy.Klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, var í gær gert að greiða trump 293 þúsund dali í málskostnað vegna lögsóknar hennar gegn forsetanum fyrir meiðyrði. Málinu var vísað frá.AP/Markus SchreiberTrump viðurkenndi fyrr á þessu ári, þegar hljóðupptökur voru opinberaðar, að hafa endurgreitt Cohen 130 þúsund dali vegna greiðslunnar til Daniels, þrátt fyrir að hann hefði áður haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Forsetinn segir að Cohen sé að ljúga um sig til að reyna að komast undan glæpum sínum og hefur hvatt til þess að Cohen fái þungan dóm þegar dómur verður kveðinn upp í dag. „Michael Cohen er lögmaður. Ég geri ráð fyrir að hann myndi vita hvað hann væri að gera,“ sagði Trump. „Í fyrsta lagi, þá var þetta ekki framlag til framboðs. Ef þetta var slíkt, þá er það ekki sakamál, og þetta var ekki gegn lögum. Okei?“ Blaðamenn Reuters spurðu Trump út í staðhæfingar saksóknara um að fjöldi fólks sem vann og vinnur fyrir Trump hafi hitt, fundað með og rætt við rússneska aðila í aðdraganda forsetakosninganna. Hann vildi þó lítið tala um það og fór þess í stað að tala um einstaklega óljósar ásakanir gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í kosningunum 2016.Sjá einnig: Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni„Það sem þið eruð að tala um er tittlingaskítur,“ sagði Trump. „Ég hef ekki heyrt þetta, en get bara sagt ykkur þetta. Hillary Clinton, eiginmaður hennar fékk peninga, hún fékk peninga, hún borgaði peninga, af hverju talar ekki einhver um það?“Stendur við bakið á krónprinsinum Í viðtalinu var Trump einnig spurður út í morð blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem var myrtur í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöður að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið og bandarískir þingmenn sem hafa séð gögnin segja sömuleiðis að það sé ljóst.Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.AP/G20 Press OfficeTrump, sem hefur séð sömu gögn, er þó ekki á þeirri skoðun og hefur hann verið gagnrýndur af þingmönnum Repúblikanaflokksins fyrir það viðhorf sitt. Trump sagði Reuters að Sádi-Arabía hefði reynst Bandaríkjunum góður bandamaður og hann stæði við bakið á krónprinsinum. Öldungadeildarþingmenn munu í vikunni ræða hvort þingið eigi að fordæma krónprinsinn vegna morðsins en Trump hefur sagt að hann myndi beita neitunarvaldi gegn slíkri yfirlýsingu. Trump sagðist vonast til þess að þingmennirnir legðu ekki til að Bandaríkin myndu hætta að selja Sádum vopn vegna málsins. Annars myndu þeir peningar renna til Rússlands og Kína. Hann sagði þó að til greina kæmi að binda enda á stuðning Bandaríkjanna varðandi stríð Sáda í Jemen, þar sem þeir berjast gegn uppreisnarmönnum Húta sem studdir eru af Íran. „Sko, ég er miklu opnari gagnvart Jemen því, mér þykir ljótt að sjá það sem er að gerast þar,“ sagði Trump. Hann sagðist þó vilja sjá Írani fara frá Jemen og taldi að slíkt gæti gerst.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Upprunalega sneri hún að vantrauststillögu en það var ekki rétt.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira