Innlent

Mældu á fjórða tug eldinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldingar sem mældust í gær og í nótt.
Eldingar sem mældust í gær og í nótt. Veðurstofa Íslands
Vel á fjórða tug eldinga mældust yfir Íslandi í gær. Eldingarnar ferðust með suðurströndinni vestur fyrir landið þegar gekk á kvöldið og voru þó nokkrar á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var mjög óstöðugt loft yfir Íslandi í gær í kjölfar þess að skil fóru yfir landið.

Eldingarnar byrjuðu að sjást við Vatnajökul í gær og fóru þaðan vestur með ströndinni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.



Eldingar eru ekki tíðar hér á landi og þykir fjöldi þeirra í gær vera nokkuð markverður. Ekki er vitað til þess að eldingu hafi lostið niður einhvers staðar.

Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem bárust Vísi í gær auk nokkurra myndbanda af Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×