Áætlun í gæðaþróun skref til þess að laga heilbrigðiskerfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir Vísir/JóhannK Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00