Streita og kulnun Teitur Guðmundsson skrifar 13. desember 2018 07:00 Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar