Glænýr bóksölulisti: Arnaldur segir ekkert sérstaklega kalt á toppnum Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 13:24 Arnaldur gefur ekki tommu eftir. Hann óraði ekki fyrir þessari velgegni þegar hann skrifaði sína fyrstu glæpasögu, Syni duftsins 1997. EPA/QUIQUE GARCIA Enn og aftur einokar hinn snjalli glæpasagnahöfundur Arnaldur Indriðason efsta sæti bóksölulistans en Vísir birtir nú glænýja sölulista sem taka til vikunnar 5. til 11. desember. Eins og hann hefur gert árum saman. Vísir heyrði í Arnaldi í tilefni þessa og spurði einfaldlega hvort það væri ekki kalt á toppnum? „Nei, ekkert sérstaklega kalt. Stúlkan hjá brúnni hefur fengið frábærar viðtökur og maður er þakklátur fyrir það enda held ég að hún taki á mjög brýnum málum,“ segir Arnaldur. Nýja bókin hans hefur hlotið afar góðar viðtöku, bæði meðal gagnrýnenda og svo bókakaupenda eins og liggur fyrir. Nýverið rauf Arnaldur 500 þúsund eintaka sölu á Íslandi. Sem er einstakur árangur. Bjóst hann við þessu þegar hann tók sig til og fór að semja glæpasögur fyrir íslenska lesendur. „Mig óraði alls ekki fyrir þessu þegar ég sendi frá mér Syni duftsins enda glæpasögur ekki í hávegum hafðar á þeim tíma. Það hefur breyst sem betur fer á þeim árum sem liðin eru og núna er gaman að sjá hvernig þær raða sér á metsölulistana.“ Arnaldur segist ekkert á þeim buxunum að hætta á næstunni en árlega hafa aðdáendur hans getað gengið að bók eftir hann vísri. „Ég er ekkert að hætta á næstunni enda margt ósagt um lögreglumanninn Konráð sem ég hef mjög gaman að velta fyrir mér.“Arnaldur, Yrsa og Óttar öll á sínum stað „Stóru tíðindin eru í raun þau að glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa halda enn og aftur yfirburðarstöðu sinni á íslenskum bókamarkaði. Þau eiga mest seldu bækur vikunnar og ársins alls. Jafnvel þótt enn sé svolítið eftir af árinu og vissulega stærstu bóksöludagar ársins, þá finnst mér nánast útilokað að einhver breyting verði á stöðu þeirra,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda.Yrsa glæpasagnadrottningin sjálf, sú eina sem hefur velgt Arnaldi undir uggum.Mynd/Lilja BirgisdóttirGlænýir bóksölulistar liggja nú fyrir. Og, líkt og Bryndís bendir á þá eru íslenskir bókakaupendur íhaldssamir. Þeir vita hvað þeir vilja. Allt er í föstum skorðum sé litið til undanfarinna ára. 25. Útkallsbókin eftir Óttar Sveinsson gefur ekkert eftir og er áfram í þriðja sæti listans. Ragnar Jónasson klifrar áfram upp listann með Þorpið sem bóksalar völdu í gær þriðju bestu íslensku skáldsögu ársins.Gunnar og Ævar Þór kljást sín á milli Hin árlega keppni milli Gunnars Helgasonar og Ævars Þórs Benediktssonar heldur áfram. „Gunnari Helgason seldi meira af Sigga sítrónu í síðustu viku en Ævar af Tímaferðalaginu. Hins vegar hefur Ævar betur þegar litið er til sölu ársins þar sem hann er tveimur sætum ofar en Gunnar. Nýr höfundur, Bjarni Fritzson, með Orra óstöðvandi, hefur auk þess stimplað sig rækilega inn hjá yngri lesendum og situr í tíunda sæti bæði aðallistans og heildarsölulistans sem er frábær árangur,“ segir Bryndís. Ásdís Halla er áfram með langvinsælustu ævisöguna og situr í áttunda sæti aðallistans. „Aron Einar Gunnarsson og Henny Hermanns eru nokkuð neðar á listanum, í sautjánda og átjánda sæti og því ólíklegt að staða Ásdísar sem drottningar ævisagnanna breytist nokkuð.Hildur Knútsdóttir er óskoraður meistari ungmennabókanna.fbl/gvaSteindi Jr. situr áfram á toppi fræðibókalista barna með Steinda í orlofi á meðan Gummi Ben og Vísinda-Villi berjast um annað og þriðja sætið. Villi sat í öðru sæti í síðustu viku með Trufluðu tilraunirnar sínar en verður að gefa það eftir til Stóru fótboltabókarinnar hans Gumma Ben í þessari viku.Hildur tvímælalaust í hópi okkar sterkustu höfunda Og þá hlýtur Hildur Knútsdóttir að mega heita óskoraður meistari ungmennabókanna. Bók hennar, Ljónið, hefur setið í fyrsta sæti ungmennabókalistans frá því samantekt jólabókasölunnar hófst í byrjun nóvember. „Hildur er ef til vill ekki á radarnum hjá eldri lesendum en hefur byggt upp traustan lesendahóp með spennu- og hrollvekjubókunum Vetrarfríi og Vetrarhörkum. Sú síðari hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2016 og Ljónið er tilnefnt til verðlaunanna í ár.“ Bryndís segir Hildi tvímælalaust í hópi okkar sterkustu höfunda og það eru ótrúleg verðmæti fólgin í því að hún sé að skrifa fyrir hinn íslenska örsmáa og vanrækta ungmennabókamarkað. „Það er ánægjulegt að sjá að útgáfa ungmennabóka er þó mun öflugri í ár en hún hefur verið á undanförnum árum og óskandi að öll ungmenni fái íslenska bók í jólagjöf.“Bryndís Loftsdóttir segir að það þurfi mikið á að ganga ef staðan á bóksölulistunum breytist mikið.fbl/EyþórÞá vill Bryndís nefna að fjölmargir íslenskir útgefendur hafi ákveðið að hætta að plasta bækur sínar. Það er þó ástæðulaust fyrir kaupendur að hafa áhyggjur, eftir sem áður verður hægt að skipta öllum nýjum íslenskum bókum, plöstuðum jafnt sem óplöstuðum. Best er þó að biðja um skiptimiða, sé verið að kaupa bækur til gjafa. Plöstun bóka er alveg sér-íslenskt fyrirbrigði. Fyrir nokkrum árum hættu útgefendur að plasta kiljur og nú er röðin komin að jólabókum. Það er ósk íslenskra útgefenda að neytendur taki þessari umhverfisvænu breytingu vel. Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans 5.-11. desember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Þorpið - Ragnar Jónasson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Krýsuvík - Stefán Máni Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Krýsuvík - Stefán Máni Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir Svik - Lilja Sigurðardóttir Stormfuglar - Einar Kárason Þýdd skáldverk Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Dag einn í desember - Joise Silver Alein - Mary Higgins Clark Saga tveggja borga - Charles Dickens Sagnaseiður - Sally Magnusson Galdra-Manga - Tapio Koivukari Lífið heldur áfram - Winne Li Í nafni sannleikans - Viveca Sten Þurrviðri - Peter Robinson Glerstofan - Ann Cleeves Ljóð Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson Sálumessa - Gerður Kristný Haustaugu - Hannes Pétursson Rof - Bubbi Morthens Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir Dauðinn í veiðarfæraskúrnum - Elísabet Jökulsdóttir Ljóð muna ferð - Sigurður Pálsson Vetrarland - Valdimar Tómasson Barnabækur - skáldverk Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Jól með Láru - Birgitta Haukdal Henri rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Barna- og ungmennafræði- og handbækur Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Stóra fótboltabókin með Gumma Ben - Guðmundur Benediktsson Vísindabók Villa - Truflaðar tilraunir - Vilhelm Anton Jónsson Skrifum litlu stafina - Jessica Greenwell Jólaföndur - BókafélagiðBrandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson Leyndarmálin mín - BókafélagiðSpurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson Sjúklega súr saga - Sif Sigmarsdóttir / Halldór Baldursson Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Pax- Níðstöngin - Åsa Larsson & Ingela Korsell Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Bækur duftsins - Villimærin fagra - Philip Pullman Vítisvélar - Philip Pullman Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Skjaldbökur alla leiðina niður - John Green Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Hefnd - Kári Valtýsson Fræði og almennt efni Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Ekki misskilja mig vitlaust! - Guðjón Ingi Eiríksson Geggjaðar gátur og góðar - Guðjón Ingi Eiríksson Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Stóra Disney uppskriftabókin - Vinsælustu uppskriftirnar- Ýmsir Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir PQ-17 skipalestin - Kolbrún Albertsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Níu líf Gísla Steingrímssonar - Sigmundur Ernir Rúnarsson Geðveikt með köflum - Sigursteinn Másson Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Hljóðbækur Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Nú - nú, óskráð saga - Steinþór Þórðarson segir frá Hrakningar á heiðarvegum - Pálmi Hannesson Elsku Míó minn - Astrid Lindgren Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Þorpið- Ragnar Jónasson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23 Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18 Steindi brýst inn á bóksölulista Fátt fær haggað þeim Arnaldi og Yrsu sem sitja sem fastast á toppi aðallistans. 6. desember 2018 10:50 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Enn og aftur einokar hinn snjalli glæpasagnahöfundur Arnaldur Indriðason efsta sæti bóksölulistans en Vísir birtir nú glænýja sölulista sem taka til vikunnar 5. til 11. desember. Eins og hann hefur gert árum saman. Vísir heyrði í Arnaldi í tilefni þessa og spurði einfaldlega hvort það væri ekki kalt á toppnum? „Nei, ekkert sérstaklega kalt. Stúlkan hjá brúnni hefur fengið frábærar viðtökur og maður er þakklátur fyrir það enda held ég að hún taki á mjög brýnum málum,“ segir Arnaldur. Nýja bókin hans hefur hlotið afar góðar viðtöku, bæði meðal gagnrýnenda og svo bókakaupenda eins og liggur fyrir. Nýverið rauf Arnaldur 500 þúsund eintaka sölu á Íslandi. Sem er einstakur árangur. Bjóst hann við þessu þegar hann tók sig til og fór að semja glæpasögur fyrir íslenska lesendur. „Mig óraði alls ekki fyrir þessu þegar ég sendi frá mér Syni duftsins enda glæpasögur ekki í hávegum hafðar á þeim tíma. Það hefur breyst sem betur fer á þeim árum sem liðin eru og núna er gaman að sjá hvernig þær raða sér á metsölulistana.“ Arnaldur segist ekkert á þeim buxunum að hætta á næstunni en árlega hafa aðdáendur hans getað gengið að bók eftir hann vísri. „Ég er ekkert að hætta á næstunni enda margt ósagt um lögreglumanninn Konráð sem ég hef mjög gaman að velta fyrir mér.“Arnaldur, Yrsa og Óttar öll á sínum stað „Stóru tíðindin eru í raun þau að glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa halda enn og aftur yfirburðarstöðu sinni á íslenskum bókamarkaði. Þau eiga mest seldu bækur vikunnar og ársins alls. Jafnvel þótt enn sé svolítið eftir af árinu og vissulega stærstu bóksöludagar ársins, þá finnst mér nánast útilokað að einhver breyting verði á stöðu þeirra,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda.Yrsa glæpasagnadrottningin sjálf, sú eina sem hefur velgt Arnaldi undir uggum.Mynd/Lilja BirgisdóttirGlænýir bóksölulistar liggja nú fyrir. Og, líkt og Bryndís bendir á þá eru íslenskir bókakaupendur íhaldssamir. Þeir vita hvað þeir vilja. Allt er í föstum skorðum sé litið til undanfarinna ára. 25. Útkallsbókin eftir Óttar Sveinsson gefur ekkert eftir og er áfram í þriðja sæti listans. Ragnar Jónasson klifrar áfram upp listann með Þorpið sem bóksalar völdu í gær þriðju bestu íslensku skáldsögu ársins.Gunnar og Ævar Þór kljást sín á milli Hin árlega keppni milli Gunnars Helgasonar og Ævars Þórs Benediktssonar heldur áfram. „Gunnari Helgason seldi meira af Sigga sítrónu í síðustu viku en Ævar af Tímaferðalaginu. Hins vegar hefur Ævar betur þegar litið er til sölu ársins þar sem hann er tveimur sætum ofar en Gunnar. Nýr höfundur, Bjarni Fritzson, með Orra óstöðvandi, hefur auk þess stimplað sig rækilega inn hjá yngri lesendum og situr í tíunda sæti bæði aðallistans og heildarsölulistans sem er frábær árangur,“ segir Bryndís. Ásdís Halla er áfram með langvinsælustu ævisöguna og situr í áttunda sæti aðallistans. „Aron Einar Gunnarsson og Henny Hermanns eru nokkuð neðar á listanum, í sautjánda og átjánda sæti og því ólíklegt að staða Ásdísar sem drottningar ævisagnanna breytist nokkuð.Hildur Knútsdóttir er óskoraður meistari ungmennabókanna.fbl/gvaSteindi Jr. situr áfram á toppi fræðibókalista barna með Steinda í orlofi á meðan Gummi Ben og Vísinda-Villi berjast um annað og þriðja sætið. Villi sat í öðru sæti í síðustu viku með Trufluðu tilraunirnar sínar en verður að gefa það eftir til Stóru fótboltabókarinnar hans Gumma Ben í þessari viku.Hildur tvímælalaust í hópi okkar sterkustu höfunda Og þá hlýtur Hildur Knútsdóttir að mega heita óskoraður meistari ungmennabókanna. Bók hennar, Ljónið, hefur setið í fyrsta sæti ungmennabókalistans frá því samantekt jólabókasölunnar hófst í byrjun nóvember. „Hildur er ef til vill ekki á radarnum hjá eldri lesendum en hefur byggt upp traustan lesendahóp með spennu- og hrollvekjubókunum Vetrarfríi og Vetrarhörkum. Sú síðari hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2016 og Ljónið er tilnefnt til verðlaunanna í ár.“ Bryndís segir Hildi tvímælalaust í hópi okkar sterkustu höfunda og það eru ótrúleg verðmæti fólgin í því að hún sé að skrifa fyrir hinn íslenska örsmáa og vanrækta ungmennabókamarkað. „Það er ánægjulegt að sjá að útgáfa ungmennabóka er þó mun öflugri í ár en hún hefur verið á undanförnum árum og óskandi að öll ungmenni fái íslenska bók í jólagjöf.“Bryndís Loftsdóttir segir að það þurfi mikið á að ganga ef staðan á bóksölulistunum breytist mikið.fbl/EyþórÞá vill Bryndís nefna að fjölmargir íslenskir útgefendur hafi ákveðið að hætta að plasta bækur sínar. Það er þó ástæðulaust fyrir kaupendur að hafa áhyggjur, eftir sem áður verður hægt að skipta öllum nýjum íslenskum bókum, plöstuðum jafnt sem óplöstuðum. Best er þó að biðja um skiptimiða, sé verið að kaupa bækur til gjafa. Plöstun bóka er alveg sér-íslenskt fyrirbrigði. Fyrir nokkrum árum hættu útgefendur að plasta kiljur og nú er röðin komin að jólabókum. Það er ósk íslenskra útgefenda að neytendur taki þessari umhverfisvænu breytingu vel. Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans 5.-11. desember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Þorpið - Ragnar Jónasson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Krýsuvík - Stefán Máni Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Krýsuvík - Stefán Máni Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir Svik - Lilja Sigurðardóttir Stormfuglar - Einar Kárason Þýdd skáldverk Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Dag einn í desember - Joise Silver Alein - Mary Higgins Clark Saga tveggja borga - Charles Dickens Sagnaseiður - Sally Magnusson Galdra-Manga - Tapio Koivukari Lífið heldur áfram - Winne Li Í nafni sannleikans - Viveca Sten Þurrviðri - Peter Robinson Glerstofan - Ann Cleeves Ljóð Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson Sálumessa - Gerður Kristný Haustaugu - Hannes Pétursson Rof - Bubbi Morthens Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir Dauðinn í veiðarfæraskúrnum - Elísabet Jökulsdóttir Ljóð muna ferð - Sigurður Pálsson Vetrarland - Valdimar Tómasson Barnabækur - skáldverk Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Jól með Láru - Birgitta Haukdal Henri rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Barna- og ungmennafræði- og handbækur Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Stóra fótboltabókin með Gumma Ben - Guðmundur Benediktsson Vísindabók Villa - Truflaðar tilraunir - Vilhelm Anton Jónsson Skrifum litlu stafina - Jessica Greenwell Jólaföndur - BókafélagiðBrandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson Leyndarmálin mín - BókafélagiðSpurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson Sjúklega súr saga - Sif Sigmarsdóttir / Halldór Baldursson Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Pax- Níðstöngin - Åsa Larsson & Ingela Korsell Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Bækur duftsins - Villimærin fagra - Philip Pullman Vítisvélar - Philip Pullman Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Skjaldbökur alla leiðina niður - John Green Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Hefnd - Kári Valtýsson Fræði og almennt efni Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Ekki misskilja mig vitlaust! - Guðjón Ingi Eiríksson Geggjaðar gátur og góðar - Guðjón Ingi Eiríksson Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Stóra Disney uppskriftabókin - Vinsælustu uppskriftirnar- Ýmsir Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir PQ-17 skipalestin - Kolbrún Albertsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Níu líf Gísla Steingrímssonar - Sigmundur Ernir Rúnarsson Geðveikt með köflum - Sigursteinn Másson Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Hljóðbækur Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Nú - nú, óskráð saga - Steinþór Þórðarson segir frá Hrakningar á heiðarvegum - Pálmi Hannesson Elsku Míó minn - Astrid Lindgren Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Þorpið- Ragnar Jónasson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23 Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18 Steindi brýst inn á bóksölulista Fátt fær haggað þeim Arnaldi og Yrsu sem sitja sem fastast á toppi aðallistans. 6. desember 2018 10:50 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23
Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18
Steindi brýst inn á bóksölulista Fátt fær haggað þeim Arnaldi og Yrsu sem sitja sem fastast á toppi aðallistans. 6. desember 2018 10:50