Þriðjungur kvenna sem leitar til Stígamóta eru fatlaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 18:48 Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi, telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. Vísir/Egill Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að grunur leiki á að yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, sagði málið alls ekkert einsdæmi og að mörg slík mál hafi komið inn á borð Bjarkarhlíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum er stór hópur þeirra sem þangað leitar konur sem búa við einhvers skonar fötlun. Árið 2017 leituðu 459 manns til Stígamóta í fyrsta sinn vegna kynferðisofbeldis. 163 eru fatlaðir, það er búa við einhvers konar skerðingu. Langflestir eru með geðfötlun eða 135 manns. Þetta þýðir að 35 prósent af þeim sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á árinu 2017 eru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þá kemur fjöldi mála þar sem brotið er kynferðislega á fötluðu fólki reglulega á borð lögreglu. „Þessum málum hefur fjögað verulega síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. „Kannski voru þessi mál bara þögguð niður á árum áður en sem betur fer er búið að fræða fatlaða og aðra sem sinna þeim meira um þessi mál seinni árin og það hefur skilað sér í fleiri kærum,“ segir Kristján Ingi. Hann segir mál af þessu tagi sérstaklega viðkvæm. „Fólk með fötlun er útsett fyrir því að geta orðið fyrir kynferðisbrotum. Þetta geta oft verið mikil flækjumál og það eru menn úti í þjóðfélaginu sem eru að misnota sér þessa aðstæður.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að grunur leiki á að yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, sagði málið alls ekkert einsdæmi og að mörg slík mál hafi komið inn á borð Bjarkarhlíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum er stór hópur þeirra sem þangað leitar konur sem búa við einhvers skonar fötlun. Árið 2017 leituðu 459 manns til Stígamóta í fyrsta sinn vegna kynferðisofbeldis. 163 eru fatlaðir, það er búa við einhvers konar skerðingu. Langflestir eru með geðfötlun eða 135 manns. Þetta þýðir að 35 prósent af þeim sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á árinu 2017 eru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þá kemur fjöldi mála þar sem brotið er kynferðislega á fötluðu fólki reglulega á borð lögreglu. „Þessum málum hefur fjögað verulega síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. „Kannski voru þessi mál bara þögguð niður á árum áður en sem betur fer er búið að fræða fatlaða og aðra sem sinna þeim meira um þessi mál seinni árin og það hefur skilað sér í fleiri kærum,“ segir Kristján Ingi. Hann segir mál af þessu tagi sérstaklega viðkvæm. „Fólk með fötlun er útsett fyrir því að geta orðið fyrir kynferðisbrotum. Þetta geta oft verið mikil flækjumál og það eru menn úti í þjóðfélaginu sem eru að misnota sér þessa aðstæður.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira