Pútín vill koma böndum á rapp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 14:16 Pútín segist hafa mestar áhyggjur af fíkniefnaneyslu ungs fólks. Getty/Mikhail Svetlov Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“ Rússland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“
Rússland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira